Ég ætla ekki að ljúga að ykkur. Dagur 1 er erfiður!!
Og þetta ætlar ekki að byrja vel hjá mér þar sem endajaxlinn minn ákvað að koma upp og ég er alveg að farast úr verkjum. Ég má auðvitað ekki taka inn verkjatöflu þar sem ég er í afeitrun og ég get varla opnað munninn.
Jákvæði hluturinn er sá að ég má ekki borða svo ég þarf hvort eð er ekkert að opna munninn það mikið ;) Ég gæti bara engan veginn borðað því það yrði svo vont.
Annars er maðurinn minn að elda einhvern kókos, rækju, pönnukökurétt.. lyktin er svoooo góð! En ég er sterk og ætla ekki að freistast :)
Tókst meira að segja að finna enn eina uppskriftina að kaloríulítilli máltíð.
Grískt kjúklingasalat fyrir 4
343 kcal per skammtur
1/3 bolli red-wine vinegar
2 matskeiðar extra-virgin ólífuolía
1 matskeið ferskt dill, saxað eða 1 teskeið þurrkað oregano
1 teskeið hvítlauksduft
1/4 teskeið salt
1/4 teskeið malaður pipar
6 bollar romaine salat, saxað
2 1/2 bolli kjúklingur, eldaður í bitum
2 miðlungsstórir tómatar, saxaðir
1 meðalstór agúrka
1/2 bolli fínt saxaðu rauður laukur
1/2 bolli sneiddar svartar ólífur
1/2 bolli feta ostur
1. Pískið saman vinegar, olíu, dill, hvítlauksduft, salt og pipar í stórri skál.
2. Setjið allt grænmetið og kjúklinginn í skálina og blandið vel.
No comments:
Post a Comment