Sunday, 25 May 2014

600 kaloríu máltíð fyrir Clean9 - Dagur 6

Hér kemur ein ótrúlega girnileg, kjötlaus uppskrift.
Þar sem það hefur verið mikið að gera hjá mér kem ég bara með eina máltíð núna, eins og ég gerði í seinasta bloggi.
Nú styttist óðum í að ég og nokkrir aðrir byrji á Clean9 og auðvitað ætla ég að blogga á meðan :)

Brúnn hrísgrjónaréttur með graskeri, sveppum og grænkáli
Fyrir 1 eða sem hliðardiskur fyrir allt borðið.

2 matskeiðar ólívuolía
1 lítið grasker (butternut squash)
1/2 bolli saxaður rauður laukur
1 teskeið smátt saxaður hvítlaukur
2 matskeiðar balsamic vinegar
500 g sveppir (mega vera í niðursuðudós)
1 bolli saxað grænkál
1 1/2 bolli elduð brún hrísgrjón
1 1/2 bolli eldað quinoa
1 bolli þurrkuð trönuber (ef vil)
salt og pipar eftir smekk

1. Hitið ofninn í 90°C. Setjið bökunarpappír til hliðar. Flysjið, fræhreinsið og skerið graskerið í litla bita. Setjið 1 matskeið af ólívuolíu yfir og smá salt og pipar, setjið það svo á bökunarpappírinn (þunnt lag). Ristið í 15-20 mínútur eða þar til þetta er orðið mjúkt. Takið úr ofninum og setjið til hliðar.

2. Hitið stóra pönnu á miðlungshita og setjið restina af ólívuolíunni á hana. Setjið hvítlaukinn og laukinn og eldið þar til mjúkt. Setjið næst sveppina og balsamic vinegar og eldið þar til mjúkt (um 3 mínútur). Slökkvið á hitanum og setjið saxaða grænkálið á pönnuna og blandið vel.

3. Blandið saman brúnu hrísgrjónunum og quinoa-nu í skál og setjið svo í sveppa og grænkálsblönduna. Setjið næst 1 1/2 bolla af ristaða graskerinu og blandið varlega saman. Að lokum setjið þurrkuðu trönuberin við.

4. Smakkið og bætið við salti og pipar ef þarf. Njótið!

No comments:

Post a Comment