Thursday, 29 May 2014

600 kaloríu máltíð fyrir Clean9 - Dagur 7

Enn og aftur er alveg brjálað að gera hjá mér og mun halda áfram að vera upptekin næstu daga. Ekki nema einn dagur eftir þar sem ég ætla að leyfa mér smá nart og svo á laugardaginn byrjar átakið mitt! Verð að segja að ég er ótrúlega spennt en svolítið kvíðin. Það verður samt ótrúlega gaman að sjá árangurinn!
En það eru bara 3 máltíðir eftir og ég ætla að reyna mitt besta að púsla þeim saman :)
Hér kemur kvöldmáltíð fyrir dag 7:

Spínatfylltur, bakaður lax.
208 kcal per skammtur.

1 teskeið ólífuolía
60 g ferskt spínat
1 teskeið rifinn sítrónubörkur (einungis guli hlutinn, ekki hvíti rammi parturinn)
1/4 bolli söxuð, rauð paprika
1/4 bolli fersk basil lauf, söxuð
2 matskeiðar saxaðar valhnetur
matarolía í spreybrúsa
4 laxaflök
2 matskeiðar Dijon sinnep
2 matskeiðar brauðrasp
1/2 teskeið oregano
1/2 teskeið hvítlauksduft
pipar til að bragðbæta

Hitið olíuna á pönnu. Eldið spínatið og sítrónubörkinn í um 2 mínútur. Stillið svo á miðlungshita og blandið saman papriku, basil og valhnetum saman. Látið kólna í um 5 mínútur.
Skerið á langveginn op á mitt laxaflakið svo það myndist vasi fyrir fyllinguna. Passið að skera ekki alla leiðina í gegn.
Notið skeið og setjið varlega spínatfyllinguna í laxinn. Setjið hann svo í eldfast mót á léttsmurðan álpappír. Dreifið sinnepinu yfir fiskinn og spreyið létt yfir með matarolíu spreyinu.
Bakið við 200°C í 12-13 mínútur, eða þar til hann er fulleldaður og fillingin er heit í gegn.

Verði ykkur að góðu! Ég veit að ég mun pott þétt elda þennan rétt! :)

No comments:

Post a Comment