Tuesday, 13 May 2014

Clean 9 - Forever Clean

Það eru rúmir 9 mánuðir síðan að ég átti fallega drenginn minn, Björgvin Snæ. En eins og margar mömmur vita er erfitt að losna við aukakílóin sem fylgja barnsburði.
Þrátt fyrir að hafa ekkert þyngst mikið á meðgöngunni sjálfri að þá fór mataræðið mitt í algjört rugl eftir að litli kúturinn minn kom í heiminn. Ég á það til að gleyma að borða yfir daginn og er þá gjarnari á að nasla óhollt á kvöldin. Það segir sig sjálft að þannig fitnar maður og ég er orðin þreytt á bumbunni minni. Hef tvisvar verið spurð að því hvort ég sé aftur orðin ólétt!

Ég hef því ákveðið að fara á Clean 9 þann 31. maí næstkomandi ásamt nokkrum æðislegum konum!

Í Clean 9 pakkanum er:
Aloe Vera Gel (3 brúsar)
Forever Lite Ultra with Aminotein (1 dós, vanillubragð)
Forever Garcinia Plus (70 hylki)
Forever Bee Pollen (100 töflur)
Hristari, málband og Nutri-Lean leiðbeiningabæklingur.

Þetta er níu daga hreinsikúr sem hjálpar þér áleiðis til hreinni og heilbrigðari líkama og aukinnar vellíðunar sem fæst þegar þú losar líkamann þinn við ýmis tilbúin efni.
Jú fyrstu tveir dagarnir munu vera erfiðir en ég hef heyrt að dagar 3-9 séu auðveldari og fólki líður almennt vel eftir þessa hreinsun.
Eftir hreinsunina verður þú meðvitaðri um það hvernig þér líður þegar þú borðar óhollustu. Þú þarft ekki að neita þér um girnilegar kræsingar en líkaminn verður fljótur að gefa þér merki um að þú þolir ekki sætindin og fituna og þar af leiðandi borðar þú minna af því.

Dagur 1-2
Morgun:
2 Garcinia Plus hylki með vatnsglasi 20 mínútum fyrir Aloe Vera safann
120 ml Aloe Vera Gel og a.m.k. 240 ml vatn
Líkamsþjálfun í 20 mínútur, t.d. ganga, skokka, sund

Aukabiti:
2 Bee Pollen* töflur og a.m.k. 240 ml af vatni

Hádegi:
2 Garcinia Plus hylki með vatnsglasi 20 mínútum fyrir Aloe Vera safann
120 ml Aloe Vera Gel og a.m.k. 240 ml af vatni
1 skeið af Forever Lite Ultra með Aminotein í 300 ml af vökva (hrísmjólk, vatn, undanrenna, soyamjólk)
2 Bee Pollen töflur

Kvöldverður:
2 Garcinia Plus hylki með vatnsglasi um 20 mínútum fyrir Aloe Vera safann
120 ml Aloe Vera Gel og a.m.k. 240 ml af vatni
2 Bee Pollen töflur

Kvöldhressing:
120 ml Aloe Vera Gel og a.m.k. 240 ml af vatni

*AÐVÖRUN: Taktu fyrst lítinn skammt af Bee Pollen, t.d. fjórðung úr töflu, til að ganga úr skugga um að þú hafir ekki ofnæmi fyrir því og auktu svo skammtinn smám saman upp í fullan skammt. Hafðu samráð við lækni þinn um neyslu þessa fæðubótarefnis sem og allra annarra fæðurbótarefna.



Dagur 3-9
Morgun:
2 Garcinia Plus hylki með vatnsglasi 20 mínútum fyrir Aloe Vera safann
120 ml Aloe Vera Gel og a.m.k. 240 ml af vatni
1 skeið af Forever Lite Ultra með aminotein í 300 ml af vökva (hrísmjólk, vatn, undanrenna, soyamjólk)
Líkamsþjálfun í 20 mínútur, t.d. ganga, skokka, sund

Aukabiti:
2 Bee Pollen töflur og a.m.k. 240 ml af vatni

Hádegi:
2 Garcinia Plus hylki með vatnsglasi 20 mínútum fyrir Aloe Vera safann
120 ml Aloe Vera Gel a.m.k 240 ml af vatni
1 skeið af Forever Lite Ultra með Aminotein í 300 ml af vökva (hrísmjólk, vatn, undanrenna, soyamjólk)
2 Bee Pollen töflur

Kvöldverður:
2 Garcinia Plus hylki með vatnsglasi 20 mínútum fyrir Aloe Vera safann
120 ml Aloe Vera Gel og a.m.k. 240 ml af vatni
600 hitaeininga máltíð (þú mátt skipta og fá þér máltíð í hádeginu og prótein að kvöldi)
2 Bee Pollen töflur

Kvöldhressing:
120 ml Aloe Vera Gel og a.m.k. 240 ml af vatni


Ef þú vilt fara í þetta með mér eða vilt vita hvernig þú getur fengið 15% afslátt af Clean 9 og öðrum vörum hafðu þá samband við mig í síma 692 7890.

No comments:

Post a Comment