Tuesday, 20 May 2014

600 kaloríu máltíð fyrir Clean9 - Dagur 4

Ég hef týnt saman tvær máltíðir í viðbót fyrir Clean 9.
Vona að þær hjálpi einhverjum :)

Kvöldmatur - dagur 4:
Lamba hryggvöðvi fyrir 1
Ca. 203 kcal

100 g Lambakjöt, hryggvöðvi
1 tsk Rósmarín
1 tsk Sjávarsalt
1 tsk Pipar, malaður
30 g Agúrka
30 g Brokkolí
20 g Gulrætur
40 g Kartafla

1. Kryddið kjötið með rósmarín, sjávarsalti og pipar.
2. Hitið kjötið í ofni 150°C-200°C þar til eldað. (Hitinn fer eftir þykktinni á kjötinu)
3. Skerðu kartöfluna í báta og hitaðu með kjötinu eða sjóðið kartöfluna
4. Skerið niður agúrku, brokkolí og gulrætur og setjið á disk.
5. Veljið kaloríu litla sósu með eða sleppið sósunni. (t.d. kryddið sýrðan rjóma eða notið soðið af kjötinu sem sósu)

EÐA:

Hádegismatur - dagur 4:
Chiagrautur með granateplum fyrir 2
Ca. 200 kcal. per skammtur.

Möndlumjólk:
1 dl möndlur eru settar í vatn í a.m.k. 8 klukkutíma.
Skiptið um vatn reglulega. Það má hafa möndlurnar lengur í vatninu en þá verður að mun að skipta um vatn.
Þegar möndlurnar eru tilbúnar setjið þá möndlurnar í blandara (sigtið vatnið frá) og setjið 3 dl af vatni út í og blandið þar til orðið að mjólk.

Chiagrautur:
1 dl Chiafræ
(vanilluduft ef vil)
Möndlumjólkin er sett út í og látið standa í um 15 mínútur. Hrærið annað slagið í grautnum.
Setjið svo 100 g af granatepli út og borðið. Það er einnig gott að setja eplabita út í.

Ég ábyrgist ekki hundrað prósent kaloríufjöldann en hann er sirka það sem ég gef upp plús/mínus einhverjar kaloríur.
En það skiptir ekki öllu máli, ég er aðallega að gefa ykkur hugmyndir og leyfa ykkur að sjá hvernig uppskriftir henta Clean 9.
Mér finnst voðalega gaman að týna saman í máltíðir og skoða kaloríufjöldann og ég mæli með því að aðrir geri það sama. Þá hefur þú meiri tilfinningu fyrir því hvað þú ert að setja ofan í þig.
Vona að þið farið að fikta ykkur áfram í eldhúsinu og deilið endilega með mér uppskriftunum þínum :)

No comments:

Post a Comment