Sunday, 18 May 2014

600 kcal máltíðir fyrir Clean9 - Dagur 3

Ég ætla að týna saman nokkrar máltíðir sem eru 600 kcal eða minni fyrir daga 3-9 á Clean9.
Það má skipta og fá sér hádegismat í stað kvöldmats, þá er Forever Lite Ultra með Aminotein drukkið á kvöldin.

Dagur 3 - Kvöldmatur:

Kjúklingasalat fyrir 1
Ca. 400 kcal

100 g kjúklingabringur, skinnlausar

1 tsk Basilika, fersk, söxuð
1 tsk Rósmarín, ferskt, saxað
50 g Gulrætur, rifnar
20 g Lárpera
30 g Mangó
50 g Sæt Kartafla
10 ml Ólífuolía
1 tsk Sjávarsalt

1. Kryddið kjúklinginn með basiliku og rósmarín (má setja sjávarsalt með)

2. Skerið sætu kartöfluna í litla bita, setjið í eldfast mót, 10 ml ólífuolíu (eða minna) sett yfir og undir og sjávarsalt yfir.
3. Hitið kjúklinginn og sætu kartöfluna í eldföstu móti í ofni við 180°C þar til kjúklingurinn er full eldaður.
4. Skerið lárperu og mangó niður í hæfilega bita og rífið gulræturnar niður.
5. Raðið grænmetinu og ávextinum á disk og setjið kjúklinginn og sætu kartöflurnar yfir.

Eða:


Dagur 3 - Hádegismatur:


Hindberjajógúrt fyrir 4

Ca. 180 kcal per skammtur

4 dl Grískt jógúrt

4 dl Ab-mjólk
2 dl Hindber
4 msk Múslí, sykurlaust
Handfylli bláber

1. Setið ab-mjólk, gríska jógúrt og hindber í blandara.

2. Setjið hindberjajógúrtið í glas eða skál.
3. Setjið múslí yfir og bláber yfir.

Svo má auðvitað breyta, bæta, skreyta og gera eitthvað skemmtilegt.

Það er svona auðvelt að útbúa kaloríulitla máltíð fyrir hreinsunarkúrinn.
Þó svo að máltíðin megi ekki innihalda meira en 600 kcal þýðir ekki að maturinn megi ekki vera góður og skemmtilegur að útbúa! Það eru svo margir möguleikar.
Einnig er hægt að hafa góðan ávaxtasafa með, þó svo að vatnið sé alltaf best.
T.d. eru einungis 40 kcal í 100 g af afhýddri appelsínu svo það er hægt að kreista safann og drekka með matnum ef vil tilbreytingu frá vatninu.

Það er tilvalið að æfa sig nokkrum dögum fyrir Clean9 í að æfa sig að útbúa kaloríulitlar máltíðir.

Þið megið endilega deila með mér góðum uppskriftum ef þið eigið þær til.
Fleiri uppskriftir koma fljótlega!


No comments:

Post a Comment