Friday, 6 June 2014

600 kaloríu máltíð fyrir Clean9 - Dagur 9

Seinasta uppskriftin kemur hér!
Því miður varð ég að hætta á Clean9 þar sem ég fékk sýkingu í tannholdið. Ég var sett á sýklalyf og þar af leiðandi gat ég ekki haldið áfram, en þetta er allt í góðu! Ég ætla bara að fresta þessu þar til næstu mánaðarmót þar sem fjölskyldan lagðist í svaka flensu.
En maðurinn minn ætlar að koma með mér um mánaðarmótin (eða jafnvel fyrr) á Clean9 svo þið fáið að sjá árangurinn minn og tölurnar hans :) Hann er eitthvað feiminn og vil ekki setja myndir inná netið af sér ;)

En uppskriftin fyrir seinasta daginn er virkilega "djúsí"!

Sítrónu, hvítlauks rækjur og grænmeti
Fyrir 4 - 227 kcal per skammtur

4 matskeiðar extra-virgin ólífuolía, deild á milli
2 stórar rauðar paprikur, skornar í teninga
900 g aspas, snyrtir og skornir í litla bita
2 teskeiðar ferskur, rifinn sítrónubörkur
1/2 teskeið salt, deilt á milli
5 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
450 g hráar rækjur
1 bolli kjúklingakraftur (soðinn niður, ekki teningarnir)
1 teskeið maizenamjöl
2 matskeiðar sítrónusafi
2 matskeiðar fersk steinselja, söxuð

1. Hitið 2 teskeiðar af olíu á stórri tefflonpönnu á miðlunds hita. Hitið paprikuna, aspasinn, sítrónubörkinn og 1/4 tsk salt og eldið þar til fer að mýkjast, eða um 6 mínútur. Hrærið í einstaka sinnum. Setjið grænmetið í skál og setjið yfir til þess að halda hitanum.
2. Setjið afganginn af olíunni og hvítlaukinn á pönnuna og eldið, hrærið í, þar til þið finnið ilminn, um 30 sekúndur.
Setjið rækjurnar á pönnuna og hrærið í í um 1 mínútu. Þeytið kjúklingakraftinn og maizenmjölið í lítilli skál þar til það er orðið mjúkt og slétt og setjið svo á pönnuna ásamt 1/4 teskeið salti. Eldið, hrærið í stanslaust, þar til sósan er orðin örlítið þykk og rækjurnar orðnar bleikar og rétt eldaðar í gegn (um 2 mínútur).
3. Takið af hitanum og blandið sítrónusafanum og steinseljunni í.
4. Borið fram með rækjurnar og sósunni yfir grænmetinu.

Verði ykkur að góðu!

No comments:

Post a Comment